Selfoss vann spennuleik í Breiðholti

Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss vann sterkan 31:29-sigur á ÍR á útivelli í Olísdeild karla í handbolta í dag. Staðan var 29:29 þegar skammt var til leiksloka en Selfyssingar skoruðu tvö síðustu mörkin.

Staðan í hálfleik var 16:15 og var mikið jafnræði og spenna allan leikinn. 

Hergeir Grímsson og Haukur Þrastarson voru sterkir hjá Selfyssingum. Hergeir skoraði níu mörk og Haukur gerði átta. Atli Ævar Ingólfsson skoraði fjögur. Kristján Orri Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir ÍR og Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði fimm.

Með sigrinum fór Selfoss upp í 17 stig og upp fyrir ÍR. Selfyssingar eru með 15 stig í þriðja sæti og ÍR í fimmta sæti með 16 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert