Fyrsti sigur HK kom í þrettándu tilraun

Pétur Árni Hauksson fór á kostum fyrir HK sem náði …
Pétur Árni Hauksson fór á kostum fyrir HK sem náði loksins í sigur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK vann loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olísdeild karla í handbolta er liðið vann Fjölni í einvígi nýliðanna á útivelli í 13. umferðinni í dag. Fyrir leikinn var HK án stiga á botninum og Fjölnir í sætinu fyrir ofan með fimm stig. Leikurinn var því afar mikilvægur í fallbaráttunni. 

HK-ingar voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleik og náðu sex marka forskoti skömmu fyrir hálfleik, 19:15. Fjölnismenn löguðu aðeins stöðuna og var staðan í leikhléi 19:15. 

Fjölnismenn komu af krafti í seinni hálfleikinn og jöfnuðu að lokum í 26:26 skömmu fyrir leikslok. Þá skoruðu HK-ingar næstu þrjú mörk og lögðu grunninn að sigrinum. 

Pétur Árni Hauksson átti stórleik fyrir HK og skoraði 10 mörk og Jóhann Birgir Ingvarsson gerði 7. Davíð Svansson átti svo stórleik í markinu og varði 20 skot. Breki Dagsson skoraði sex mörk fyrir Fjölni og Björgvin Páll Rúnarsson gerði fimm. 

HK er enn í botnsætinu, nú með tvö stig, þremur stigum frá Fjölni, sem er þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert