Orðinn markahæstur í þýsku deildinni

Bjarki Már Elísson átti stórleik í dag.
Bjarki Már Elísson átti stórleik í dag.

Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn á tímabilinu er Lemgo vann 29:24-sigur á Nordhorn í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag. 

Íslenski hornamaðurinn var markahæstur á vellinum með ellefu mörk og komu fjögur þeirra af vítalínunni. Bjarki er markahæsti maður deildarinnar með 123 mörk, tíu mörkum meira en Uwe Gensheimer hjá Rhein-Neckar Löwen. 

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Bjarka og félaga, sem eru nú í 16. sæti deildarinnar af 18 liðum með 10 stig, fjórum stigum meira en Ludwigshafen sem er í fallsæti. Nordhorn er í botnsætinu með aðeins tvö stig. Geir Sveinsson er þjálfari liðsins. 

mbl.is