Serbar settu strik í reikninginn

Zeljka Nikolic og samherjar í serbneska liðinu fögnuðu sigri á …
Zeljka Nikolic og samherjar í serbneska liðinu fögnuðu sigri á Þjóðverjum. AFP

Serbar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Þjóðverja að velli, 29:28, í æsispennandi leik sem var að ljúka á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Japan.

Þýska liðið missti þar með af tækifæri til að koma sér í góða stöðu fyrir lokaumferðina í milliriðli eitt og getur nú misst bæði Noreg og Holland uppfyrir sig í dag.

Serbar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og Kristina Liscevic gerði sigurmarkið á lokamínútunni.

Dragana Cvijic skoraði 7 mörk fyrir Serba og Jelena Lavko 5 en Amelie Berger og Evgenija Minevskaja skoruðu 6 stig hvor fyrir þýska liðið.

Þýskaland er með 5 stig, Holland 4, Noregur 4, Serbía 4, Suður-Kórea 2 og Danmörk eitt stig. Danir og Hollendingar mætast klukkan 9 að íslenskum tíma og viðureign Noregs og Suður-Kóreu hefst klukkan 11.30.

Tvö efstu liðin í riðlinum komast í undanúrslit mótsins og óhætt að segja að staðan sé tvísýn fyrir tvo síðari leiki dagsins.

Úrslit í morgun í keppninni um sæti 13-24:

Argentína - Angóla 27:30
Slóvenía - Kongó 29:27
Ástralía - Kína 15:33
Kúba - Kasakstan 33:31 (eftir vítakeppni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert