Staða Spánverja er góð

Nerea Pena fagnar marki Spánverja gegn Japönum í dag.
Nerea Pena fagnar marki Spánverja gegn Japönum í dag. AFP

Spánverjar standa mjög vel að vígi í baráttunni um sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Japan eftir sigur á Japönum, 33:31, í næstsíðustu umferð milliriðlakeppninnar í dag.

Rússland er með 8 stig og komið áfram en Spánn er með 7 stig. Aðeins Svíar geta stöðvað Spánverja en sænska liðið er með 3 stig og á eftir að mæta Rúmeníu í dag og Svartfjallalandi á morgun. Svíar verða að vinna báða leikina og Spánverjar að tapa fyrir Rússum, ásamt því að sænska liðið þarf að vinna upp átján marka mun á það spænska.

Japanska liðið stóð í því spænska allan tímann. Staðan í hálfleik var 17:13, Spánverjum í hag, en Japanar náðu að jafna metin fljótlega og komust yfir þegar tólf mínútur voru eftir, 25:24. Spænska liðið var sterkara á lokakaflanum og var komið í 32:28 þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Nerea Pena skoraði 7 mörk fyrir Spánverja og Ainhoa Hernández 6 en hjá Japönum var Mana Ohyama atkvæðamest með 6 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert