Skoraði sjö mörk og fór upp í annað sæti

Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Elverum
Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Elverum Ljósmynd/Elverum

Elverum komst í dag upp í anað sæti norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 33:28-sigri á Halden. Sigvaldi Björn Guðjónsson var sterkur hjá Elverum. 

Íslenski hornamaðurinn skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur á eftir Lukas Sandell sem skoraði níu mörk. Sigvaldi hefur leikið vel á leiktíðinni og gengur hann í raðir stórliðsins Kielce eftir tímabilið. 

Elverum er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, einu stigi á eftir Kolstad, ásamt því að eiga leik til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert