Að fá þrumuskot í höfuðið

Lárus Helgi Ólafsson markvörður Fram reynir að verja af stuttu …
Lárus Helgi Ólafsson markvörður Fram reynir að verja af stuttu færi frá Guðmundi Árna Ólafssyni. mbl.is/Hari

Þegar öflugustu skytturnar í handboltanum á Austurlandi á áttunda áratug síðustu aldar, eins og Unnar Vilhjálmsson frá Egilsstöðum og Eyjólfur Skúlason frá Borgarfirði eystra, skutu boltanum í áttina að mér á 100 kílómetra hraða datt mér ekki í hug að það gæti verið varasamt að standa í marki í handboltaleikjum.

Vissulega gat verið vont að fá boltann í sig frá þessum köppum, sem sem betur fer voru annars yfirleitt með mér í liði.

Ekki hafði ég heldur neinar áhyggjur af verðandi eiginkonu þegar ég fylgdist með henni í leikjum með félagsliðum og landsliði Íslands nokkrum árum síðar.

Þegar dóttir okkar, sem auðvitað fór líka í markið, fékk þrumuskot í höfuðið frá helstu stórskyttu landsins í 1992-árganginum í leik í 4. flokki var það aðallega „úff-augnablik“ frekar en að ótti við eitthvað alvarlegt léti á sér kræla.

En eftir alla umræðuna um höfuðhöggin í íþróttunum undanfarin misseri er ljóst að maður hefði horft á atvik á borð við það öðrum augum í dag.

Sjá bakvörðinn í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert