Komnar í undanúrslit í ellefta skipti frá 2009

Þórir Hergeirsson er í baráttunni um verðlaunasætin á HM í …
Þórir Hergeirsson er í baráttunni um verðlaunasætin á HM í Japan. AFP

Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið í handknattleik í undanúrslit á stórmóti í ellefta skipti í þrettán tilraunum eftir sigur á Þýskalandi, 32:29, í lokaumferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Japan í gær.

Þórir er á sínu ellefta ári sem aðalþjálfari norska liðsins og hefur þegar unnið með því sex gullverðlaun á heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Ólympíuleikum.

„Ég er gríðarlega stoltur af frammistöðu liðsins í keppninni. Sumir hafa kallað okkur B-liðið á þessu móti, okkur vantar vissulega nokkra góða leikmenn en höfum sýnt okkar styrkleika í öllum leikjum. Það er hefð í þessu liði og gríðarlegur metnaður og vinnusemi í hópnum,“ sagði Þórir í viðtali við TV3 í Noregi eftir leikinn.

Sjá greinina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert