Fjögur mörk Alexanders dugðu ekki

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen.
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen. Ljósmynd/Bundesliga

Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið heimsótti Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Leiknum lauk með 30:25-sigri Lemgo en Bjarki Már Elísson komst ekki á blað hjá Lemgo, aldrei þessu vant. Kristján Andrésson er þjálfari Löwen sem missti með tapinu af gullnu tækifæri til þess að jafna Flensburg á toppi þýsku deildarinnar. Í staðinn eru ljónin í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig, líkt og Hannover og Kiel, en Lemgo er í fimmtánda sætinu með 12 stig.

Kiel mistókst einnig að jafna Flensburg að stigum á toppnum en Kiel tapaði nokkuð óvænt á útivelli gegn Füchse Berlín, 29:28. Gísli Þorgeir Kristjánsson er ennþá frá vegna meiðsla og lék því ekki með Kiel í kvöld. Oddur Gretarsson komst ekki á blað hjá Balingen sem tapaði 32:25 á útivelli gegn toppliði Flensburg en Balingen er í tólfta sæti deildarinnar með 13 stig eftir sextán spilaði leiki.

Elvar Ásgeirsson náði ekki að skora þegar lið hans Stuttgart vann 31:28-heimasigur gegn Melsungen en Stuttgart leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 13:10. Stuttgart er í fjórtánda sæti deildarinnar með 12 stig, líkt og Lemgo og Erlangen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert