Eftirmaður Haralds fundinn

Guðmundur Helgi Pálsson er tekinn við kvennaliði Aftureldingar.
Guðmundur Helgi Pálsson er tekinn við kvennaliði Aftureldingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding hefur ráðið Guðmund Helga Pálsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Guðmundur tekur við af Haraldi Þorvarðarsyni sem var sagt upp störfum á dögunum. 

Guðmundur var rekinn frá Fram, þar sem hann þjálfaði karlaliðið frá 2016, í síðasta mánuði. Hann á verðugt verkefni fyrir höndum, enda Afturelding í erfiðri stöðu í Olísdeildinni. 

Afturelding kom upp úr 1. deildinni á síðustu leiktíð og er liðið án stiga eftir ellefu leiki, sjö stigum á eftir ÍBV sem er þar fyrir ofan. 

Fyrsti leikur Aftureldingar undir stjórn Guðmundar er á útivelli gegn HK hinn 18. janúar næstkomandi. 

mbl.is