Spánn í úrslitaleikinn í fyrsta skipti — Noregur leikur um brons

Spánverjinn Alexandrina Cabral brýst í gegnum norsku vörnina í leiknum …
Spánverjinn Alexandrina Cabral brýst í gegnum norsku vörnina í leiknum í Kumamoto í dag. AFP

Spánverjar leika í fyrsta skipti til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í handknattleik eftir óvæntan en sannfærandi sigur á Norðmönnum, 28:22, í seinni leik undanúrslitanna í Kumamoto í Japan dag. 

Það  verða því nýir heimsmeistarar krýndir á sunnudaginn því Hollendingar, sem sigruðu Rússa í morgun, 33:32, hafa heldur aldrei unnið titilinn en léku til úrslita um hann í fyrsta og eina skiptið árið 2015.

Spánn hefur til þessa best náð bronsverðlaununum árið 2011.

Þórir Hergeirsson og hans konur í norska liðinu leika því við Rússa um bronsverðlaunin á sunnudaginn.

Spánverjar náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik en norska liðinu tókst að jafna metin og staðan var 13:13 í hálfleik. Í seinni hálfleik sigldu þær spænsku fljótlega fimm mörkum framúr norska liðinu sem átti engin svör.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert