Aron og félagar í bikarúrslit

Aron Pálmarsson og félagar eru enn og aftur komnir í …
Aron Pálmarsson og félagar eru enn og aftur komnir í úrslit.

Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum spænska bikarsins í handbolta með 39:30-sigri á Ademar León í undanúrslitum. 

Staðan í hálfleik var 22:17, Barcelona í vil, og héldu meistararnir áfram að bæta í forskotið allt til loka. Aron skoraði eitt mark úr þremur skotum. Dika Mem, Luka Cindric og Ludovic Fábregas skoruðu sex mörk hver fyrir Barcelona. 

Barcelona mætir annaðhvort Atlético Valladolid eða Bidasoa í úrslitum, en þau mætast síðar í kvöld. Barcelona hefur orðið bikarmeistari á hverju ári síðan 2014 og alls í 23 skipti. 

mbl.is