Dramatískt sirkusmark Eyjamanna

Dagur Arnarsson skoraði sigurmarkið.
Dagur Arnarsson skoraði sigurmarkið. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍBV vann afar sterkan 33:32-sigur á FH í Olísdeild karla í handbolta í dag. Dagur Arnarsson skoraði sigurmarkið með sirkusmarki á síðustu sekúndunni. 

Liðin skiptust á að vera með forystuna í fjörlegum fyrri hálfleik, en FH-ingar voru yfir í leikhléi, 16:14. Eyjamenn jöfnuðu fljótlega í 20:20 og var leikurinn æsispennandi allt til leiksloka. 

Jón Bjarni Ólafsson jafnaði metin fyrir FH í 32:32, þegar nokkrar sekúndur voru eftir og fékk ÍBV síðustu sóknina.

Eyjamenn nýttu sér hana heldur betur vel, því Fannar Þór Friðgeirsson sendi glæsilega sendingu á Dag, sem skilaði boltanum í netið með fallegu sirkusmarki. 

Eftir leikinn eru bæði lið með 16 stig eftir 14 leiki í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert