Þrír silfurdrengir í nítján manna EM-hópi

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnti nítján manna hópinn fyrir undirbúninginn vegna lokakeppni EM í Malmö í janúar en væntanlega fara sautján leikmenn á EM. 

Guðmundur tilkynnti hópinn á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Hann tók fram að Ómar Ingi Magnússon og Gísli Kristjánsson séu ekki valdir vegna þeirra meiðsla sem þeir hafa glímt við að undanförnu. 

Hann tók fram að allir sem voru á 28 manna listanum geti komið til greina á einhverjum tímapunkti. 

Þrír leikmenn sem unnu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 eru í hópnum: Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson. 

Hópurinn: 

Markverðir:

Ágúst Elí Björgvinsson

Björgvin Páll Gústavsson

Viktor Gísli Hallgrímsson

Hornamenn vinstra megin:

Bjarki Már Elísson

Guðjón Valur Sigurðsson

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson

Kári Kristján Kristjánsson

Sveinn Jóhannsson

Ýmir Örn Gíslason

Skyttur vinstra megin:

Aron Pálmarsson

Ólafur Guðmundsson

Leikstjórnendur:

Elvar Örn Jónsson

Haukur Þrastarson

Janus Daði Smárason

Skyttur hægra megin:

Alexander Petersson

Viggó Kristjánsson

Hornamenn hægra megin:

Arnór Þór Gunnarsson

Sigvaldi Björn Guðjónsson

Varnarmenn: 

Daníel Þór Ingason

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert