„Stór sigur fyrir Gudmundsson“

Sigurinn í kvöld var afar sætur fyrir Guðmund.
Sigurinn í kvöld var afar sætur fyrir Guðmund. AFP

Eitt af þeim þremur atriðum sem sérstaklega voru tekin út fyrir sviga hjá danska dagblaðinu BT eftir sigur Íslands á Danmörku var það að Guðmundur Guðmundsson hefði náð að koma fram hefndum á Dönum. Ísland vann stórkostlegan sigur, 31:30, á heims- og ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu í handknattleik, en það var einmitt Guðmundur sjálfur sem gerði Dani í fyrsta sinn að ólympíumeisturum í karlaflokki.

„Nicolaj Jacobsen á móti Gudmundsson. Já, það getur vel verið að það hafi staðið Danmörk - Ísland á skjánum í Malmö Arena. En einvígið var á milli landsliðsþjálfaranna tveggja,” segir í frétt blaðsins eftir leik, en landsliðsþjálfari Dana, Nikolaj Jacobsen, tók við af Guðmundi hjá bæði þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen og hjá danska landsliðinu.

„Sá danski vissi það vel að þessi leikur hafði mikla þýðingu fyrir Gudmundsson. Hann vann heimavinnu sína vel, eins og hann er vanur. Þess vegna átti Danmörk erfitt uppdráttar, sem endaði með íslenskum sigri og stórum sigri fyrir Gudmundsson.“

Frétt BT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert