Alexander fékk hæstu einkunn

Alexander Petersson í leiknum í kvöld.
Alexander Petersson í leiknum í kvöld. AFP

Alexander Petersson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í handknattleik eftir sigurinn á Rússum á Evrópumótinu í Malmö í kvöld, 34:23, hjá tölfræðisíðunni HBStatz.

Alexander fékk 7,8 í einkunn fyrir leikinn en hún er gefin út frá ýmsum tölfræðiþáttum leiksins. Fast á hæla honum kom hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson með 7,7, þá Janus Daði Smárason með 7,1 og síðan þeir Bjarki Már Elísson og Viggó Kristjánsson, báðir með 6,9 í einkunn.

Aron Pálmarsson var með langhæstu einkunnina eftir fyrsta leikinn, gegn Dönum, en þá fékk hann 9,6 í einkunn og betra gerist það varla. Hann fékk 6,5 að þessu sinni.

Einkunnagjöf HBStatz

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert