Áður óþekkt staða á EM

Íslenska liðið þakkar stuðningsmönnum Íslands fyrir stuðninginn að leik loknum …
Íslenska liðið þakkar stuðningsmönnum Íslands fyrir stuðninginn að leik loknum í gær. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Ísland er öruggt um sæti í milliriðli í Malmö á EM karla í handknattleik þótt liðið eigi einn leik eftir í riðlinum. Jafntefli Ungverja og Dana í gær gerði það að verkum að Danmörk getur ekki náð Íslandi að stigum í riðlakeppninni.

Allt hefur gengið að óskum hjá íslenska landsliðinu í fyrstu tveimur leikjunum og jafnvel rúmlega það. Í fyrsta skipti hefur Ísland unnið fyrstu tvo leiki sína í lokakeppni EM, hvort sem það er í handboltanum eða öðrum boltagreinum.

Þjálfarinn og landsliðsmennirnir lögðu á það áherslu að gleyma sér ekki yfir frammistöðunni gegn Dönum heldur einbeita sér að leiknum gegn Rússlandi. Sérstaklega gerði Kári Kristján Kristjánsson það eftirminnilega í viðtali á RÚV.

Vitaskuld reyndist innistæða fyrir þeim málflutningi því íslensku leikmennirnir voru geysilega einbeittir gegn Rússlandi í gær. Ágengir í vörn og agaðir í sókn náðu þeir strax afgerandi frumkvæði í leiknum. Kné var látið fylgja kviði og forskotið var mest níu mörk áður en flautað var til leikhlés. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 18:11.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »