Gríðarlega þýðingarmikill leikur

Alexander Petersson sækir að marki Rússa í leik liðanna í …
Alexander Petersson sækir að marki Rússa í leik liðanna í gær. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Eftir að úrslit gærkvöldsins á EM voru með allra hagstæðasta móti er óhætt að fara að skoða möguleika Íslands á að komast í undankeppnina í handbolta karla fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020.

Nú er staðan þannig að Ísland er ein af tíu þjóðum sem eiga enn möguleika á þeim tveimur sætum sem eru á lausu í undankeppni ÓL.

Danmörk fer beint á ÓL sem heimsmeistari og Noregur, Spánn, Frakkland, Króatía, Þýskaland og Svíþjóð hafa tryggt sér sex af þeim átta sætum sem Evrópa fær í undankeppninni.

Hin tvö fá þær tvær þjóðir sem verða efstar á EM, fyrir utan þær sjö sem upp voru taldar. Þær fara væntanlega allar í milliriðla nema Frakkar og kannski Danir og þar með gætu liðin í 7. og 8. sæti fengið umrædd tvö sæti í undankeppninni.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert