Íslenski táningurinn vekur athygli

Viktor Gísli og samherjar hans kátir í leikslok.
Viktor Gísli og samherjar hans kátir í leikslok. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Ísland vann stórgóðan 34:23-sigur á Rússlandi á EM karla í handbolta í Malmö í Svíþjóð í gær. Viktor Gísli Hallgrímsson leysti Björgvin Pál Gústavsson af hólmi í markinu undir lokin og hreinlega lokaði markinu og var með um 80% markvörslu. 

Viktor vakti athygli fyrir innkomuna en hann er aðeins 19 ára gamall og að leika á sínu fyrsta stórmóti. 

Fólkið á bak við samfélagsmiðla keppninnar var hrifið af tilþrifum Viktors, því á Youtube má sjá eina af markvörslum hans. Viktor varði þá glæsilega frá línumanninum Gleb Kalarash. Vörsluna má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert