Slóvenar með tvö stig í milliriðil Íslands

Slóvenar eru að gera góða hluti á EM.
Slóvenar eru að gera góða hluti á EM. AFP

Slóvenía fer með tvö stig í milliriðil Íslands á HM karla í handbolta eftir 29:25-sigur á Sviss í F-riðli í Gautaborg í dag. Slóvenía vinnur riðilinn með fullt hús stiga. 

Slóvenía, sem vann Pólland í fyrsta leik, hafði betur gegn Svíþjóð í annarri umferð og var liðið allan tímann með frumkvæðið gegn Sviss. 

Miha Zarabec skoraði sex mörk fyrir Slóveníu á meðan Andre Schmid skoraði átta fyrir Sviss. Svíþjóð gulltryggir sér annað sæti riðilsins með sigri á Póllandi síðar í dag. 

Austurríki tekur tvö stig með sér í milliriðil 1 eftir 32:28-sigur á Norður-Makedóníu í Vín. Austurríki vann alla þrjá leiki sína í B-riðli. 

Robert Weber skoraði sjö mörk og Nikola Bilyk gerði sex fyrir Austurríki. Stojance Stoilov gerði sex mörk fyrir Norður-Makedóníu, sem verður að treysta á að Úkraína vinni Tékkland síðar í dag, til að eiga einhvern möguleika á að fara í milliriðla. 

Þá unnu Frakkar sinn fyrsta leik á mótinu. Franska liðið vann Bosníu í D-riðli í Þrándheimi, 31:23, en bæði lið voru úr leik fyrir viðureignina. Valentin Porte skoraði sjö mörk fyrir Frakka og Marko Panic gerði níu fyrir Bosníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert