Barist um síðasta lausa sætið í milliriðli Íslands

Portúgal og Noregur eru andstæðingar Íslands í milliriðlinum í Malmö.
Portúgal og Noregur eru andstæðingar Íslands í milliriðlinum í Malmö. AFP

Aðeins eitt laust sæti er í boði í milliriðlum á EM karla í handbolta þegar lokadagur riðlakeppninnar fer fram í dag. Það hlýtur annaðhvort Danmörk eða Ungverjaland, en þau bítast um síðasta sætið í milliriðli II, sem Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í.

Norðmenn og Slóvenar taka tvö stig með sér í riðilinn en Svíþjóð og Portúgal byrja án stiga. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá Svíþjóð unnu 28:26-sigur á Póllandi í gær. Varnartröllið Jesper Nielsen meiddist í upphitun og er óttast að hann verði ekki meira með á mótinu. Það yrði mikið áfall fyrir Svía, sem hafa ekki verið sérstaklega sannfærandi til þessa. Þeir verða að spila mun betur til að eiga einhvern möguleika á að fara í undanúrslit á heimavelli.

Hnífjafnir leikir við Slóveníu

Vinni Ísland gegn Ungverjalandi í dag verður Slóvenía annar andstæðingur íslenska liðsins í milliriðli á sunnudag. Slóvenarnir líta mjög vel út undir stjórn Ljubomirs Vranjes, en hann gerði á sínum tíma garðinn frægan með sænska landsliðinu og var Íslendingum oftar en ekki erfiður. Ísland og Slóvenía mættust síðast á HM 2017 og þá hafði Slóvenía betur, 26:25. Í síðustu fjórum leikjum þjóðanna hefur Ísland unnið tvo leiki, einu sinni hafa þau gert jafntefli og einu sinni hefur Slóvenía unnið. Á þeim tíma hefur aldrei munað meira en einu marki á liðunum.

Sjá greinina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »