Ísland mætir Serbíu, Noregi og Austurríki

Einar Andri Einarsson þjálfar U20 ára landsliðið.
Einar Andri Einarsson þjálfar U20 ára landsliðið. mbl.is/Hari

Íslenska U20 ára landslið karla í handknattleik mætir Serbum, Norðmönnum og Austurríkismönnum í lokakeppni Evrópumótsins í sumar.

Dregið var í riðla í Vínarborg nú í hádeginu en lokakeppnin fer fram í Austurríki og á Ítalíu dagana 2. til 12. júlí. Ísland var í fyrsta styrkleikaflokki ásamt Svíþjóð, Danmörku og Króatíu.

Ísland er í A-riðlinum en í B-riðli eru Svíþjóð, Frakkland, Portúgal og Rússland, í C-riðli eru Króatía, Spánn, Slóvenía og Ítalía og í D-riðli eru Danmörk, Þýskaland, Ungverjaland og Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert