Svona lítur milliriðill Íslands út

Ísland leikur við Slóveníu á föstudag.
Ísland leikur við Slóveníu á föstudag. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Ísland hefur leik í milliriðli II á EM karla í handbolta á föstudaginn með leik gegn Slóveníu klukkan 15. Tveimur dögum síðar mætir Ísland spútnikliði mótsins hingað til í Portúgal klukkan 13. 

Á þriðjudag mætir Ísland svo Noregi og strax á miðvikudag er leikur við Svíþjóð. Leikurinn við Norðmenn hefst klukkan 17:15 og leikurinn við Svíþjóð klukkan 19:30. Riðilinn fer fram í Malmö, rétt eins og aðrir leikir íslenska liðsins til þessa. 

Íslenska liðið byrjar án stiga í milliriðlinum, eins og Svíþjóð og Portúgal. Noregur, Slóvenía og Ungverjaland byrja með tvö stig. 

Tvö efstu lið milliriðilsins fara í undanúrslit á meðan liðið í þriðja sæti leikur um fimmta sætið við liðið sem endar í þriðja sæti milliriðils I. Í honum leika Króatía, Spánn, Austurríki, Tékkland, Þýskaland og Hvíta-Rússland. 

Leikir Íslands í milliriðli II:

Föstudagurinn 17. janúar kl. 15 - Ísland - Slóvenía
Sunnudagurinn 19. janúar kl. 13 - Ísland - Portúgal
Þriðjudagurinn 21. janúar kl 17:15 - Ísland - Noregur
Miðvikudagurinn 22. janúar kl. 19:30 - Ísland - Svíþjóð

mbl.is