Norðmenn kvarta undan grófum Portúgölum

Portúgalinn Miguel Martins Soares fær gula spjaldið í leilknum við …
Portúgalinn Miguel Martins Soares fær gula spjaldið í leilknum við Noreg. AFP

Portúgalar eru andstæðingar Íslendinga í milliriðlinum á Evrópumóti karla í handknattleik í Malmö á sunnudaginn og miðað við frásagnir Norðmanna eru þeir afar harðir í horn að taka.

Norðmenn unnu leik liðanna í lokaumferð D-riðils í Þrándheimi, 34:28, og taka þau úrslit með sér í milliriðilinn. Áður höfðu Portúgalar komið verulega á óvart með því að sigra  stjörnulið Frakka, 28:25.

Göran Johannessen, landsliðsmaður Noregs og leikmaður Flensburg í Þýskalandi, var sérstaklega harðorður í garð Portúgala eftir að Branquinho braut illa á samherja hans frá Flensburg, Magnud Rød, í leiknum í Þrándheimi.

„Þeir spila gríðarlega harðskeyttan varnarleik og beita líkamlegum burðum óspart, og það kom mér því ekki á óvart að þeir ættu til svona ljót brot,“ sagði Johannessen við Dagbladet en Rød þurfti talsverða aðhlynningu eftir að Branquinho hrinti honum harkalega í uppstökki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert