Lið á mikilli siglingu

Ljubomir Vranjes og lærisveinar hans hafa unnið alla þrjá leiki …
Ljubomir Vranjes og lærisveinar hans hafa unnið alla þrjá leiki sína á EM til þessa. AFP

Andstæðingur dagsins á EM karla í handknattleik í Malmö er Slóvenía. Jafnframt er leikurinn sá fyrsti hjá Íslandi í milliriðli II í mótinu. Þar hefja Slóvenar leik með tvö stig en Íslendingar ekkert.

Íslendingar mæta liði á mikilli siglingu því Slóvenar tóku sig til og unnu alla leiki sína í riðlakeppninni. Þar mættu þeir Svíum, Svisslendingum og Pólverjum. Lið Slóvena virðist því vera mjög sterkt; Svíar skoruðu aðeins 19 mörk á móti þeim og þeim leik lauk 21:19.

Slóvenía vann til bronsverðlauna á HM í Frakklandi árið 2017. Þá mættust Ísland og Slóvenía í öðrum leik riðlakeppninnar í Metz. Slóvenía vann 26:25 eftir spennuleik. Markahæstur í íslenska liðinu í leiknum var Bjarki Már Elísson með 7 mörk. Var það í síðasta skipti sem liðin mættust á stórmóti þar til nú.

Þegar Slóvenía fékk brons árið 2017 var liðinu stjórnað af goðsögninni Veselin Vujovic, einum snjallasta handboltamanni allra tíma. Vægast sagt litríkur þjálfari en sá sem nú stýrir liðinu nýtur líklega meiri virðingar sem þjálfari. Er það Svíinn lágvaxni Ljubomir Vranjes, sem vann margoft til verðlauna með Svíum á stórmótum sem leikmaður. Vranjes gerði því Svíum grikk í riðlakeppninni í heimaborg sinni Gautaborg. Vranjes þekkir íslenskan handbolta og íslenska handboltamenn afar vel og veit við hverju má búast í dag.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert