Spilar ekki með gegn Slóvenum

Haukur Þrastarson spilar ekki í dag.
Haukur Þrastarson spilar ekki í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Selfyssingurinn ungi Haukur Þrastarson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á eftir þegar það mætir Slóvenum í milliriðli Evrópukeppninnar í Malmö.

Á heimasíðu HSÍ kemur fram að Haukur glími við smávægilega bólgu í hné og vonir séu bundar við að hann verði leikfær á ný á sunnudaginn þegar Ísland mætir Portúgal.

Viðureign Íslands og Slóveníu hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is