Vonin um þátttöku í Japan orðin dauf eftir annað tap

Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk gegn Slóvenum í gær …
Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk gegn Slóvenum í gær og sækir hér að vörn þeirra í leiknum. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Vonin um að karlalandsliðið í handknattleik verði á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Japan næsta sumar er orðin dauf. Ísland tapaði í gær fyrir Slóveníu í fyrsta leik sínum í milliriðli II á EM í Malmö 30:27.

Ísland hefur tapað á móti tveimur þjóðum sem einnig eru í kapphlaupinu um að komast í undankeppnina fyrir leikana, Ungverjalandi og Slóveníu. Er Ísland nú fjórum stigum á eftir Slóveníu og tveimur á eftir Ungverjalandi í milliriðlinum á EM.

Sex stig eru enn í boði á mótinu, en Ísland mætir spútnikliði Portúgals á morgun og kunnuglegum liðum, Noregi og Svíþjóð, í vikunni. Vandinn er hins vegar sá að frekar virðist vera að draga af íslenska liðinu heldur en hitt. Vonandi er það rangt mat en liðið átti í það minnsta erfitt uppdráttar gegn Slóveníu í gær og vann slóvenska liðið sanngjarnan sigur.

Hin ágenga vörn íslenska liðsins hentaði ekki að þessu sinni. Því fylgir viss áhætta að spila slíka vörn því hún getur opnast svo illa þegar leikmenn lenda í stöðunni maður á móti manni á opnu svæði. Í gær skoruðu Slóvenar til dæmis fjölda marka úr dauðafærum þar sem varnarmaður náði ekki að trufla skottilraunina.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »