Spánverjar í undanúrslit

Spánverjar eru komnir í undanúrslit.
Spánverjar eru komnir í undanúrslit. AFP

Spánn á fína möguleika á að verja Evrópumeistaratitil sinn eftir 37:28-sigur á Hvíta-Rússlandi á EM karla í handbolta í Vín í dag. Með sigrinum tryggðu Spánverjar sér sæti í undanúrslitum. 

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Spánverjar voru yfir í leikhléi, 17:16. Í stöðunni 19:19 náðu Spánverjar 8:2-kafla og voru Hvít-Rússar ekki líklegir til að jafna eftir það. 

Angel Fernández og Ferran Solé skoruðu sjö mörk hvor fyrir Spánverja á meðan Mikita Vailupau gerði átta mörk fyrir Hvíta-Rússland.

Króatía hafði áður tryggt sér sæti í undanúrslitum og mætast Spánn og Króatía í hreinum úrslitaleik um efsta sæti milliriðils I á miðvikudaginn kemur, en bæði lið hafa unnið alla sex leiki sína á mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert