Dagur hafði betur gegn Aroni

Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Japan. AFP

Dagur Sigurðsson hafði betur gegn Aroni Kristjánssyni þegar lið þeirra mættust á Asíu-mótinu í handknattleik í dag. 

Japan vann Bahrain 25:23 og hefur Japan nú unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum. Í gær vann Japan lið Sádi-Arabíu 29:18. Í gær vann Bahrain lið Sameinuðu arabísku furstadæmanna 29:18 en þessar fjórar þjóðir eru saman í riðli í átta liða úrslitum keppninnar.

Bæði liðin eru komin inn á Ólympíuleikana næsta sumar. Japan sem gestgjafi og Bahrain vann sig inn á leikana. 

mbl.is