Fimm sigrar í fimm leikjum

Aron Pálmarsson skorar gegn Norðmönnum á Evrópumótinu árið 2014.
Aron Pálmarsson skorar gegn Norðmönnum á Evrópumótinu árið 2014. AFP

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik fær heldur betur erfitt verkefni á EM í Malmö í dag. Ísland mætir þá Noregi í næstsíðasta leik sínum í milliriðli II en Noregur hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í mótinu.

Norðmenn hófu leik á sex marka sigri gegn Bosníu. Í næsta leik lögðu þeir Frakka að velli 28:26 og sendu þar með Frakka heim sem tapað höfðu fyrsta leik sínum gegn Portúgal. Norðmenn burstuðu Serba 38:28 í síðasta leik sínum í riðlinum. Í fyrsta leik í milliriðlinum vann Noregur öruggan sigur gegn Ungverjalandi 36:29 og er það eini tapleikur Ungverja hingað til í mótinu. Á sunnudag hafði Noregur betur gegn Svíþjóð 23:20 í leik sem var ekki auðveldur fyrir Norðmenn þótt þeir hafi verið með forystuna allan tímann.

Eftir frábært gengi á EM er Noregur í efsta sæti í milliriðlinum með 6 stig. Slóvenía og Ungverjaland eru með 4 stig og Ísland og Portúgal koma þar á eftir með 2 stig. Norðmenn geta ekki leyft sér að slaka á því þeirra síðustu tveir leikir eru gegn Íslandi og Slóveníu.

Hlutlaus aðili metur væntanlega stöðuna þannig að Norðmenn séu mun sigurstranglegri í leiknum í dag. Er það skiljanlegt í ljósi þess að Norðmenn hafa unnið alla leiki sína. Þeir hafa ekki bara leikið vel á EM 2020 því þeir hafa verið mjög öflugir á síðustu stórmótum. 

Sjá greinina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert