Norðmenn kalla inn markvörð fyrir skyttu

Magnus Rød spilar ekki meira og nú er markmaður kominn …
Magnus Rød spilar ekki meira og nú er markmaður kominn í hans stað. AFP

Örvhenta skyttan Magnus Rød leikur ekki meira með Noregi á Evrópumótinu í handknattleik vegna meiðsla, eins og áður hefur komið fram, og nú hefur Christian Berge þjálfari liðsins tekið nýjan leikmann inn í hópinn í hans stað.

Það er ekki önnur skytta eins og búast mátti við en Berge ákvað í staðinn að taka inn þriðja markvörðinn í hópinn, Espen Christensen. Fyrir eru í hópnum markverðirnir Torbjørn Bergerud og Kristian Sæverås en Bergerud hefur farið á kostum í norska markinu á mótinu.

Christensen er 34 ára gamall og ver mark Minden í Þýskalandi en gengur til liðs við sænska félagið Kristianstad í sumar.

Viðureign Íslands og Noregs hefst klukkan 17.15 í dag og fylgst verður með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert