Slóvenar upp í annað sætið

Slóvenar unnu góðan sigur á Portúgal.
Slóvenar unnu góðan sigur á Portúgal. AFP

Slóvenía er komin upp í annað sæti milliriðils Íslands á EM karla í handbolta eftir 29:24-sigur á Portúgal í Malmö. 

Porgúal var yfir eftir jafnan fyrri hálfleik, 15:14, en Slóvenía var sterkari í seinni hálfleik og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. 

Blaz Janc skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og þeir Jure Dolenec og Borut Mackovsek gerðu sex. André Gomes skoraði sex mörk fyrir Portúgal og Luís Frade bætti við fjórum.

Noregur og Slóvenía eru í tveimur efstu sætunum með sex stig hvor og Ungverjaland kemur þar á eftir með fjögur. Ísland og Portúgal eru með tvö stig og Svíþjóð er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert