Aron með Barein í undanúrslitin og á HM 2021

Aron Kristjánsson þjálfari Barein.
Aron Kristjánsson þjálfari Barein. AFP

Aron Kristjánsson er kominn með lið Barein í undanúrslitin á Asíumóti karla í handknattleik í Kúveit, og þar með um leið á heimsmeistaramótið 2021 í Egyptalandi, eftir nauman sigur á Sádi-Arabíu í dag, 18:17.

Barein hafnaði þar með í öðru sæti í fyrsta riðli átta liða úrslitanna með 4 stig, á eftir Degi Sigurðssyni og hans mönnum í Japan sem fengu 6 stig. Sameinuðu arabísku furstadæmin voru með 2 stig en Sádi-Arabía tapaði öllum sínum leikjum.

Katar vann hinn riðilinn og mætir því Barein í undanúrslitum mótsins en Japan leikur við annaðhvort Íran eða Suður-Kóreu sem eigast við síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert