Besti árangurinn frá 2014

Íslensku landsliðsmennirnir með Guðjón Val Sigurðsson fyrirliða í broddi fylkingar …
Íslensku landsliðsmennirnir með Guðjón Val Sigurðsson fyrirliða í broddi fylkingar ganga af velli eftir lokaleik sinn á EM í gærkvöld. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Endanleg niðurstaða Íslands á Evrópumóti karla í handknattleik 2020 er ellefta sætið. Það er besti árangur liðsins frá 2014, eftir að hafa endað í þrettánda sæti á tveimur síðustu mótum.

Þetta er í þriðja sinn sem Ísland endar í ellefta sæti en það gerðist áður í Króatíu árið 2000 og í Noregi árið 2008.

Fimm sinnum hefur Ísland hins vegar náð betri árangri á EM. Þriðja sæti árið 2010, fjórða sæti árið 2002, fimmta sæti árið 2014, sjöunda sæti árið 2006 og tíunda sæti árið 2012.

Árangurinn hefur þrisvar verið lakari á þeim ellefu mótum þar sem Ísland hefur verið með. Þrettánda sætið varð hlutskipti Íslands árið 2004 og aftur árin 2016 og 2018.

Röð liðanna frá sjöunda sæti og niður úr liggur nú fyrir og er þannig hjá þeim sextán liðum sem nú hafa lokið keppni á EM:

7 Svíþjóð
8 Austurríki
9 Ungverjaland
10 Hvíta-Rússland
11 Ísland
12 Tékkland
13 Danmörk
14 Frakkland
15 Norður-Makedónía
16 Sviss
17 Holland
18 Svartfjallaland
19 Úkraína
20 Serbía
21 Pólland
22 Rússland
23 Bosnía
24 Lettland.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »