Dagur kominn með Japani á HM

Dagur Sigurðsson þjálfar karlalandslið Japans.
Dagur Sigurðsson þjálfar karlalandslið Japans. AFP

Dagur Sigurðsson er kominn með landslið Japans í undanúrslit Asíumótsins í handknattleik karla í Kúveit eftir stórsigur á Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag og um leið eru Japanir búnir að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2021 í Egyptalandi.

Japan vann leikinn í dag 31:19 og fer því með fullt hús stiga úr átta liða úrslitunum inn í undanúrslitin þar sem mótherjinn verður annaðhvort Suður-Kórea eða Íran.

Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, getur líka komist í undanúrslit og á HM síðar í dag en liðið mætir Sádi-Arabíu í síðasta leik riðilsins. Japan er með 6 stig, Barein 2, Sameinuðu furstadæmin 2 en Sádi-Arabía ekkert stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert