Undanúrslitaleikirnir í Stokkhólmi í dag

Igor Karacic skoraði tíu mörk fyrir Króata gegn Spánverjum þegar …
Igor Karacic skoraði tíu mörk fyrir Króata gegn Spánverjum þegar liðin skildu jöfn á miðvikudaginn. Bæði lið leika í undanúrslitunum í dag. AFP

Undanúrslitin á Evrópumóti karla í handknattleik fara fram í dag og kvöld en nú eru liðin sex sem eftir eru á mótinu komin til Stokkhólms eftir að hafa leikið í milliriðlum í Malmö og Vínarborg.

Norðmenn og Króatar mætast í fyrri leiknum klukkan 17 og síðan hefst viðureign Spánverja og Slóvena klukkan 19.30.

Sigurliðin mætast í úrslitaleik klukkan 15.30 á sunnudaginn en tapliðin leika um bronsið á morgun klukkan 17.30.

Þá mætast Þýskaland og Portúgal í leik um fimmta sætið á mótinu á morgun klukkan 15.

Spánverjar hafa tilkynnt um breytingu á sínum leikmannahópi en þar kemur Ángel Fernández inn í hópinn á ný fyrir Daniel Dujshebaev. Sömu leikmönnum hafði verið víxlað fyrir lokaumferð milliriðilsins fyrr í vikunni.

Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar og freista þess að verða fyrsta liðið frá 2002 til að verja titilinn en þá unnu Svíar EM í annað skiptið í röð, á sínum heimavelli í Stokkhólmi.

mbl.is