Norðmenn sannfærandi í bronsleiknum

Kristian Bjørnsen skorar eitt af fimm mörkum sínum í dag.
Kristian Bjørnsen skorar eitt af fimm mörkum sínum í dag. AFP

Noregur tryggði sér í kvöld bronsverðlaun á EM karla í handbolta með sannfærandi 28:20-sigri á Slóveníu í Tele2 Arena í Stokkhólmi. 

Noregur tapaði fyrir Króatíu í tvíframlengdum undanúrslitaleik í gær, en það virtist ekki standa mikið í norsku leikmönnunum. Noregur komst snemma í 8:5 og var staðan í hálfleik 12:9. 

Norðmenn skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og voru Slóvenar ekki líklegir til að jafna eftir það. 

Magnus Jøndal skoraði sjö mörk fyrir Noreg, Kristian Bjørnsen gerði fimm og Sander Sagosen skoraði fjögur og lagði upp sjö til viðbótar. Dean Bombac skoraði fimm mörk fyrir Slóveníu og Borut Mackovsek gerði fjögur mörk. 

Úrslitaleikur Spánar og Króatíu fer fram á morgun klukkan 15:30 í sömu höll. 

mbl.is