Sigurmark Króatíu átti ekki að standa (mynd)

Króatar fögnuðu innilega í gær.
Króatar fögnuðu innilega í gær. AFP

Króatía tryggði sér sæti í úrslitum á EM karla í handbolta með 29:28-sigri á Noregi í tvíframlengdum og ótrúlega spennandi leik í undanúrslitum í gærkvöld. 

Línumaðurinn Zeljo Musa skoraði sigurmark Króatíu þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Norðmenn eru allt annað en sáttir, þar sem markið átti ekki að standa. Musa steig duglega inn í teiginn í aðdraganda marksins og því hefðu Norðmenn átt að fá boltann. 

„Musa hleypur langt inn í vítateiginn til að ná boltanum. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki skoðað, þar sem þeir geta það. Ég skil þetta ekki,“ sagði Kent-Harry Anderson, meðlimur í þjálfarateymi Norðmanna, í samtali við Aftonbladet. 

Mynd af atvikinu má sjá hér að neðan, en þar sést Musa stíga duglega inn í teiginn. 

Zeljo Musa fór langt inn í teig í aðdraganda marksins.
Zeljo Musa fór langt inn í teig í aðdraganda marksins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert