Dagur hafði betur gegn Aroni í bronsbaráttunni

Dagur Sigurðsson þjálfari Japan
Dagur Sigurðsson þjálfari Japan AFP

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu unnu í dag til bronsverðlauna á Asíumóti karla í Kúveit þegar þeir sigruðu Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, í leiknum um þriðja sætið á mótinu.

Lokatölur í hnífjöfnum leik urðu 27:26 en Barein var yfir í hálfleik, 15:14. Japan vann einnig nauman sigur í viðureign liðanna í milliriðli mótsins. Bæði lið eru komin í lokakeppni HM 2021 í Egyptalandi, ásamt Suður-Kóreu og Katar sem mætast í úrslitaleiknum í Kúveit síðar í dag.

mbl.is