Alfreð er klár í slaginn á ný

Alfreð Gíslason var tekinn í Heiðurshöll ÍSÍ í hófi Samtaka …
Alfreð Gíslason var tekinn í Heiðurshöll ÍSÍ í hófi Samtaka íþróttafréttamanna í lok desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alfreð Gíslason, sigursælasti handknattleiksþjálfari Íslands fyrr og síðar, er tilbúinn til að fara að þjálfa á ný eftir hálfs árs hvíld.

Alfreð hætti störfum hjá Kiel síðasta vor eftir að hafa stýrt þýska stórliðinu í ellefu ár og ætlaði að taka sér langt frí frá handboltanum.

Í viðtali við Kieler Nachrichten sem birtist í dag kveðst Alfreð hins vegar vera tilbúinn í slaginn á nýjan leik.

„Fyrir ári síðan hefði mér ekki dottið í hug að ég yrði tilbúinn aftur eftir hálfs árs hvíld. Það var nauðsynlegt fyrir mig að taka mér frí en nú er ég klár á ný,“ segir Alfreð í viðtalinu og fram kemur að það gæti hvort sem er verið sem þjálfari landsliðs eða félagsliðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert