Hvaða lið fara í Laugardalshöllina?

FH er ríkjandi bikarmeistari karla.
FH er ríkjandi bikarmeistari karla. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari

Fimm leikir fara fram í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars karla og kvenna í handbolta í kvöld. 

Í karlaflokki eru tveir leikir. Annars vegar mætast Íslandsmeistarar Selfoss og Stjarnan í Garðabænum. Mbl.is verður á staðnum og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu. Hins vegar mætast Haukar og Fjölnir í Hafnarfirði. 

Í kvennaflokki eru þrír leikir. FH, sem er í öðru sæti í Grill 66 deildinni, fær ríkjandi bikarmeistara Vals í heimsókn í Hafnarfjörðinn. ÍR, sem einnig leikur í Grill 66 deildinni, mætir KA/Þór á heimavelli og þá mætast úrvalsdeildarliðin HK og Fram í Kórnum. 

Verða allir leikir flautaðir á klukkan 19:30.

Átta liða úrslitunum lýkur á morgun með tveimur leikjum í karlaflokki og einum í kvennaflokki. Í karlaflokki mætast ÍBV og ríkjandi bikarmeistarar FH í Vestmannaeyjum og Afturelding og ÍR eigast við í Mosfellsbæ. Í kvennaflokki mætast Fjölnir og Haukar. 

Valur er ríkjandi bikarmeistari kvenna.
Valur er ríkjandi bikarmeistari kvenna. Ljósmynd/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert