Fullkomin nýting í öruggum sigri

Guðjón Valur Sigurðsson var á meðal markahæstu leikmanna PSG í …
Guðjón Valur Sigurðsson var á meðal markahæstu leikmanna PSG í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðjón Valur Sigurðsson átti mjög góðan leik fyrir PSG þegar liðið vann tíu marka útisigur gegn Aix í efstu deild Frakklands í handknattleik í kvöld. Leiknum lauk með 38:28-sigri PSG en Guðjón Valur skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum og var næstmarkahæstur í liði PSG.

PSG var með frumkvæðið allan tímann en liðið náði tíu marka forskoti eftir tíu mínútna leik, 10:5, og leiddi með sex mörkum í hálfleik, 18:12. PSG er með 30 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur sex stiga forskot á Nantes sem er í öðru sæti deildarinnar eftir fimmtán umferðir.

mbl.is