Sagði nei við finnsku meistarana

Halldór Jóhann Sigfússon.
Halldór Jóhann Sigfússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik, fékk tilboð um að taka við finnsku meisturunum Riihimäen Cocks en hafnaði því eftir að hafa farið til Finnlands og skoðað aðstæður. Vísir greinir frá þessu.

Halldór, sem tók við Fram í lok nóvember og er aðeins samningsbundinn til vorsins, segir við Vísi að eftir að hafa skoðað kosti og galla hafi hann ákveðið að hafna tilboðinu.

Cocks hefur verið besta lið Finnlands undanfarin ár og var í Meistaradeild Evrópu í vetur en er nú í þriðja sæti finnsku deildarinnar.

mbl.is