Meistararnir ekki í vandræðum með nýliðana

Valskonur unnu öruggan sigur á Aftureldingu.
Valskonur unnu öruggan sigur á Aftureldingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valskonur unnu öruggan 32:22-sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins, en annars voru Valskonur yfir allan leikinn. 

Staðan í hálfleik var 17:11 og var Afturelding ekki líkleg til að jafna metin í seinni hálfleik. Valskonur náðu tíu marka forskoti í 27:17 og þannig var munurinn þegar flautað var til leiksloka. 

Lovísa Thompson skoraði tíu mörk fyrir Val og Ragnhildur Edda Þórðardóttir bætti við fimm. Roberta Ivanauskaite skoraði sjö fyrir Aftureldingu. 

Valur er með 27 stig í öðru sæti deildarinnar og Afturelding í botnsætinu án stiga. 

mbl.is