Mjög ánægður með valið

Ýmir Örn Gíslason í leik gegn Svíum á EM.
Ýmir Örn Gíslason í leik gegn Svíum á EM. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, er byrjaður að koma sér fyrir hjá Rhein-Neckar Löwen, sem fékk hann til sín frá Val á dögunum.

Ýmir lék stórt hlutverk í vörn íslenska landsliðsins á EM í Svíþjóð og fær nú tækifæri hjá stórliði í Þýskalandi. Morgunblaðið hafði samband við Ými og ræddi við hann um þennan fyrsta áfangastað hans sem atvinnumanns í íþróttinni.

„Ég hef verið þolinmóður heima og reyndi að velja gott lið erlendis. Ég held að það hafi skilað sér á endanum. Ég stökk ekki á fyrsta tilboð bara til þess að fara út. Ég er mjög ánægður með það sem ég valdi,“ sagði Ýmir, en þreifingar höfðu átt sér stað um að hann myndi ganga til liðs við Löwen næsta sumar. Kallið kom hins vegar fyrr en búist var við.

„Möguleikinn á því að ég færi til þeirra í sumar hafði verið til skoðunar og það var komið nokkuð langt. Svo bauðst mér að koma strax vegna meiðsla leikmanna hjá Löwen en einnig vegna þess að leikmenn eru á förum frá félaginu á næsta tímabili. Maður segir ekki nei við því.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert