Selfyssingurinn sá besti í Meistaradeildinni

Janus Daði Smárason var leikmaður umferðarinnar í Meistaradeildinni.
Janus Daði Smárason var leikmaður umferðarinnar í Meistaradeildinni. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Jan­us Daði Smára­son, landsliðsmaður í hand­knatt­leik, var í dag útnefndur leikmaður 11. umferðar í Meist­ara­deild Evr­ópu en það er EHF, Hand­knatt­leiks­sam­band Evr­ópu, sem stend­ur fyr­ir val­inu.

Jan­us lék mjög vel fyrir Aal­borg og skoraði sex mörk þegar liðið gerði jafn­tefli við Pick Sze­ged í Ung­verjalandi, 26:26, á sunnu­dag­inn og krækti þar í dýr­mætt stig á erfiðum úti­velli.

Aal­borg er eft­ir leiki helgar­inn­ar ör­uggt með sæti í sex­tán liða úr­slit­um deild­ar­inn­ar en liðið er í fjórða sæti af átta liðum í A-riðli keppn­inn­ar með 11 stig úr 11 leikj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert