FH-ingar völtuðu yfir ÍR

FH og ÍR eigast við í kvöld.
FH og ÍR eigast við í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

FH vann sannfærandi 39:28-sigur á ÍR á heimavelli í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. FH er nú með jafnmörg stig og Valur í öðru sæti og aðeins einu stigi frá toppliði Hauka. 

Það var jafnræði með liðunum á allra fyrstu mínútunum og var staðan 5:5 þegar tíu mínútur voru liðnar. Þá setti FH í næsta gír og keyrði yfir ÍR. Skömmu síðar var staðan orðin 11:5 og hélt FH að bæta í forskotið út allan hálfleikinn. 

Ekki bætti úr skák hjá ÍR að Sveinn Andri Sveinsson fór meiddur af velli og Úlfur Kjartansson fékk beint rautt spjald í hálfleiknum. Úlfur braut illa á Einari Rafni Eiðssyni og var dómurinn réttur. 

FH byrjaði seinni hálfleikinn á að komast ellefu mörkum yfir og var ÍR ekki líklegt til að jafna eftir það. Einar Rafn Eiðsson og Ásbjörn Friðriksson skoruðu mest fyrir FH eða 7 mörk. Hafþór Már Vignisson gerði sex mörk fyrir ÍR. Phil Döhler varði 17 skot í markinu hjá FH. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

FH 39:28 ÍR opna loka
60. mín. Bergvin Þór Gíslason (ÍR) skoraði mark
mbl.is