Fór á kostum á útivelli

Arnar Birkir Hálfdánsson var sterkur.
Arnar Birkir Hálfdánsson var sterkur. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

SønderjyskE þurfti að sætta sig við 26:30-tap á útivelli gegn Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Þrátt fyrir það átti Arnar Birkir Hálfdánsson stórleik fyrir SønderjyskE og var markahæstur með tíu mörk. Þau gerði hann úr 15 skotum og komu þrjú mörk af vítalínunni. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað. 

SønderjyskE er í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig og í hörðum slag um sæti í úrslitakeppninni. 

mbl.is