Sátt Harðar og Þórs og HSÍ endurskoðar reglur

Úr leiknum umrædda á Ísafirði 30. september.
Úr leiknum umrædda á Ísafirði 30. september. Ljósmynd/Facebook-síða Harðar

Sátt hefur náðst milli Harðar á Ísafirði og Þórs frá Akureyri vegna ferðakostnaðar Akureyrarliðsins þegar það mætti til leiks fyrir vestan í bikarkeppni karla í handknattleik.

HSÍ birti yfirlýsingu á vef sínum um helgina þar sem umræðan sem skapaðist um uppgjör ferðakostnaðarins var hörmuð en þar fóru forráðamenn Harðar hörðum orðum um Þórsara og aðkomu HSÍ að málinu.

Í yfirlýsingunni segir að félögin hafi náð sáttum í málinu og því teljist lokið af báðum aðilum. Uppgjörið sem fram fór hafi rúmast innan reglna HSÍ en í kjölfar málsins muni HSÍ endurskoða reglur sínar varðandi uppgjör bikarleikja.

mbl.is