Selfoss upp fyrir Aftureldingu

Selfoss og Afturelding eigast við í kvöld.
Selfoss og Afturelding eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Selfoss fór upp í 23 stig og í fjórða sæti Olísdeildar karla í handbolta með 35:27-sigri á Aftureldingu á heimavelli í kvöld. Selfoss er nú sæti fyrir ofan Mosfellinga en bæði lið eru með 23 stig.

Selfoss náði þriggja marka forskoti snemma leiks, 7:4, og voru heimamenn með tök á leiknum út hálfleikinn. Munurinn varð mestur sex mörk, 15:9, en Afturelding náði aðeins að laga stöðuna og var staðan í hálfleik 19:14. 

Haukur Þrastarson fór á kostum hjá Selfossi í hálfleiknum og skoraði sjö mörk, eins og Guðmundur Árni Ólafsson hjá Aftureldingu. 

Það skipti litlu hvað Afturelding reyndi í seinni hálfleik, þar sem Selfoss hélt undirtökunum allan hálfleikinn og bætti hægt og rólega í forskotið og var sigurinn aldrei í hættu. 

Haukur Þrastarson skoraði ellefu mörk fyrir Selfoss, þrátt fyrir tvö klúðruð víti. Magnús Öder Einarsson skoraði sex. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði ellefu fyrir Aftureldingu. 

Selfoss 35:27 Afturelding opna loka
60. mín. Arnór Freyr Stefánsson (Afturelding) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert